Antoine Griezmann hefur byrjað tímabilið með Atletico Madrid vel og er að minna á sig á Spáni.
Um er að ræða 32 ára gamlan sóknarmann sem stoppaði stutt hjá Barcelona áður en hann gekk aftur í raðir Atletico.
Griezmann er einnig franskur landsliðsmaður og var um tíma talinn einn öflugasti sóknarmaður heims.
Frakkinn spilar ‘Fantasy Football’ leikinn á Spáni og ákvað að kaupa sjálfan sig í framlínuna sem hefur hjálpað.
Griezmann er búinn að skora þrjú mörk í deildinni hingað til og það þriðja kom gegn Osasuna í gær.
Griezmann virðist ákveðinn í að næla í eins mörg stig og hægt er í þessari keppni sem er að gefa honum auka kraft að eigin sögn.
,,Ég hef ákveðið að kaupa sjálfan mig í Fantasy deildinni og það er er að gefa mér auka kraft,“ sagði Griezmann.