fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

„Fyrir mér snýst þetta um að íþróttir eru fyrir alla og að allir eigi rétt á að velja sína íþrótt“

433
Laugardaginn 30. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gestur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.

Gunnhildur hefur gefið af sér gott orð sem yfirþjálfari hjá Öspinni. Þar þjálfar hún börn með sérþarfir.

„Við erum orðin sameinuð með Stjörnunni. Nú er þetta Stjarnan/Öspin. Ég er að reyna að koma þessu inn í hefðbundin íþróttastarf.

Síðan 2011 hef ég unnið með einstaklingum með fatlanir í fótbolta og ég vissi að þegar ég kæmi heim væri þetta eitthvað sem ég vildi byrja að gera aftur,“ segir Gunnhildur um starfið í þættinum.

„Við erum með 40 einstaklinga, börn og fullorðna. Þetta er frábært og algjörlega þörf á þessu hér á landi, að bjóða upp á fleiri íþróttir fyrir þessa krakka.

Íþróttir hafa gert ótrúlega mikið fyrir mig. Ég væri ekki ég ef ekki væri fyrir fótboltann. Það er ótrúlega mikið sem ég hef skapað í gegnum fótboltann. Ég ímyndaði mér að ég hefði ekki þessi tækifæri af því ég væri með einhverjar sérþarfir. Fyrir mér snýst þetta um að íþróttir eru fyrir alla og að allir eigi rétt á að velja sína íþrótt.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
Hide picture