Ítalska knattspyrnusambandið er að íhuga það að kæra Roberto Mancini sem er fyrrum landsliðsþjálfari þar í landi.
Mancini náði flottum árangri með ítalska liðinu og EM árið 2020 – hann hefur einnig unnið ensku úrvalsdeildina á sínum ferli með Manchester City.
Mancini ákvað að segja af sér í ágúst og tók við starfi í Sádi Arabíu og fékk þar töluverða launahækkun.
Mancini gerði fjögurra ára samning í Sádi Arabíu en ítalska sambandið var alls ekki ánægt með vinnubrögð þjálfarans.
Að mati sambandsins kom þessi ákvörðun mjög á óvart og voru þeir ekki með mann tilbúinn til að taka við á þessum tíma.
Luciano Spalletti var síðar ráðinn til starfa og verður á hliðarlínunni er liðið ætir Möltu og Englandi í október.