Framherjinn Joselu er að stimpla sig vel inn hjá Reral Madrid og skoraði í dag í sigri á Las Palmas.
Það kom mörgum á óvart er Joselu var fenginn til Real í sumar en hann hefur svarað gagnrýnisröddunum vel.
Spánverjinn gerði annað mark Real í 2-0 sigri á Las Palmas en Brahim Diaz gerði það fyrra.
Mason Greenwood minnti á sig fyrir lið Getafe sem gerði 2-2 jafntefli við Athletic Bilbao. Greenwood lagði upp fyrra mark liðsins í leiknum.
Magnað gengi Girona heldur þá áfram en liðið vann Villarreal 2-1 í kvöld og er á topp deildarinnar eftir sjö umferðir.
Real Madrid 2 – 0 Las Palmas
1-0 Brahim Diaz
2-0 Joselu
Athletic 2 – 2 Getafe
1-0 Yuri Berchiche
1-1 Pedro Sosa
2-1 Inaki Williams
2-2 Juan Miguel Layos
Villarreal 1 – 2 Girona
1-0 Dani Parejo(víti)
1-1 Artem Dovbyk
1-2 Eric Garcia