fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sá lífið í öðru ljósi eftir hugleiðsluferð til Bretlands þar sem hún mátti ekki tala í viku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2023 19:59

Anna Sigurðardóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Sigurðardóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri, opnar sig um heilsumissi eftir áföll í hlaðvarpsþættinum Með lífið í lúkunum.

Röð áfalla varð til þess að heilsu Önnu fór að hraka. Hún missti dóttur sína í fæðingu vegna mistaka ljósmóður, faðir hennar veiktist og lést og móðir hennar greindist með krabbamein. Það var þó ekki fyrr en eftir vikulangt hugleiðslunámskeið á Bretlandi, þar sem Anna talaði ekki allan tímann, að hún tengdist loks sjálfri sér og áttaði sig á því hvað hún þurfti til að ná bata.

Upplifir sig sterkari en áður

Anna er sálfræðingur, eigandi og framkvæmdastjóri Samkenndar Heilsuseturs, leiðbeinandi í Yoga nidra, eiginkona og fimm barna móðir.

„Í dag er ég svolítið heilsufrík á allar hliðar, sérstaklega andlega […] Svo missti ég heilsuna árið 2017 og hef verið að vinna mig upp úr því,“ segir Anna í þættinum.

„Fyrir mér í dag er ég mjög mikill stríðsmaður, ég upplifi mig miklu sterkari í dag sem manneskju heldur en ég leit á mig áður fyrr. Ég er bara svolítið stolt af því.“

Saga Önnu

Anna segir að það hafi verið margir þættir sem spiluðu inn í heilsutapið. „Þetta byrjaði árið 2013, þá missti ég dóttur mína í fæðingu. Hún fæddist andvana vegna ljósmóðurmistaka. Við fórum í ákveðið kæruferli með það,“ segir hún.

„Ég er búin að vinna mikið úr þessu í dag. Og ég tala mikið um þetta við aðra sem hafa misst og miðla því áfram, hvernig er hægt að lifa með þessu.“

Að kæra atvikið varð kannski til þess að Anna hélt lengur í reiðina en ella.

„Eftir á hyggja þá er ég alveg efins um að það hafi verið rétt – mín vegna. Þó svo að í gegnum kæruvinnuna þá fékk maður auðvitað bætur til að vinna upp heilsubrestinn. Það urðu einnig breytingar á meðgöngureglum fyrir konur, 40 ára og eldri. Það voru þremur reglum breytt og umönnun var stífari, sem ég er rosalega þakklát fyrir að dóttir mín kom til leiðar, við saman.“

Lagði sorgina til hliðar

Með tímanum myndaðist heilsubrestur og uppsöfnuð streita hjá Önnu.

„Ég sem karakter er svo mikill „do-er“, orkubolti, ofsalega kröftug og bara finnst gaman að vinna. Ofboðslega ástríðufull í því sem ég geri. Þannig að ég fór að vinna á fullu og fannst ég vera að leggja sorgina til hliðar og var ekki að átta mig á að hún væri að grassera þarna undir. Ég var að vinna í henni að hluta til en þetta er stórt fyrirbæri,“ segir Anna.

„Ég vann of mikið. Álagið og streitan hafði áhrif á líkamann. Í kjölfarið veiktist pabbi og dó stuttu seinna, svo fékk mamma krabbamein.“

Sagði ekki orð í viku

Það urðu ákveðin tímamót í júní árið 2019. „Þá var ég búin að vera að vinna 50 prósent í tvö ár og var farið að leiðast svo, en var samt ekkert skárri, ef eitthvað þá verri líkamlega.“

Hún ætlaði að skrá sig í doktorsnám og hafði samband við Háskólann í Reykjavík. Viku síðar fór hún til Bretlands á hugleiðslunámskeið, þar sem hún mátti ekki tala í viku.

„Vinkonur mínar grínuðust með það, hvernig ég myndi eiginlega fara að því að þegja í sjö daga. Þetta var dásamlegt en stærsta Everest lífs míns. Eftir þessa viku heyrði ég svo vel í líkama mínum, tilfinningum mínum og hjarta, sem öskruðu á mig: Anna mín, nú skaltu stoppa og taka pásu og hlúa að þér,“ segir hún.

„Á flugvellinum áður en ég flaug heim, hringdi ég í yfirmann minn, hringdi í manninn minn og tilkynnti öllum að ég væri komin í veikindaleyfi. Ég var svo stolt, en á sama tíma sorgmædd. Ég fann það svo innra með mér hvað þetta var rétt ákvörðun.“

Anna var frá vinnu næstu tvö árin og vann sig hægt og rólega til baka á þann stað sem hún er í dag. Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að neðan.

Anna sinnir greiningu og meðferð fullorðinna hjá Samkennd, sérhæfir sig í meðhöndlun á lágu sjálfsmati, kvíða, streitu, kulnun/örmögnun, sorg, áfallastreitu, samskiptavanda og almennri tilfinningalegri vanlíðan. Hún sinnir einnig handleiðslu sálfræðinga og fagaðila úr ýmsum starfsstéttum.

Í október verða öll erindi og jógatímar í heilsusetrinu Samkennd frí. Sjá nánar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum