John Terry, goðsögn Chelsea og enska landsliðsins, er að feta í fótspor Steven Gerrard og ætlar að skella sér til Sádi Arabíu.
Um er að ræða einn besta enska varnarmann sögunnar en hann verður næsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Al-Shabab.
Gerrard og Terry voru lengi samherjar í enska landsliðinu en sá fyrrnefndi tók að sér þjálfarastarf í Sádi fyrr á árinu.
Terry hafði ekki áhuga á að gerast þjálfari í Sádi en hann er aðeins með reynslu á að aðstoða á bakvið tjöldin.
Al Shabab hefur byrjað leiktíðina í Sádi virkilega illa og er í fallbaráttu með aðeins átta stig eftir fyrstu sjö leikina