Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa að miklu leyti til einokað Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu sem France Football veitir besta leikmanni heims hvert ár.
Nú er búið að taka saman þá leikmenn sem hefðu unnið verðlaunin þar sem snillingarnir stóðu uppi sem sigurvegarar ef ekki væri fyrir þeim.
Messi og Ronaldo eiga saman tólf Ballon d’Or verðlaun, Messi á sjö og Ronaldo fimm.
En hverjir hefðu unnið öll þessi verðlaun ef ekki væri fyrir þeim? Sjáðu það hér að neðan.
Listinn í heild
2008 – Fernando Torres
2009 – Xavi
2010 – Andres Iniesta
2011 – Xavi
2012 – Andres Iniesta
2013 – Franck Ribery
2014 – Manuel Neuer
2015 – Neymar
2016 – Antoine Griezmann
2017 – Neymar
2019 – Virgil van Dijk
2021 – Robert Lewandowski