Goðsögnin Arturo Vidal hefur skotið föstum skotum á Erik ten Hag, stjóra Manchester United.
Ten Hag er stór ástæða fyrir því að Cristiano Ronaldo ákvað að kveðja Man Utd undir lok síðasta árs og semja í Sádi Arabíu.
Ronaldo var markahæsti leikmaður Man Utd en þrátt fyrir það ákvað Ten Hag að skella Portúgalanum á bekkinn.
Það var eitthvað sem Ronaldo tók ekki í mál og vildi komast burt um leið – hann fékk ósk sína uppfyllta og er í dag í Sádi.
Vidal er fyrrum leikmaður liða eins og Barcelona, Juventus og Inter Milan en leikur í dag með Athletico Paranaense í Brasilíu.
,,Stjórinn átti mjög slæma innkomu, hvernig tekurðu Cristiano Ronaldo úr liðinu?“ sagði Vidal.
,,Þessir gaurar eru svona. Hann var markahæsti leikmaður liðsins og hann ákveður að henda honum úr liðinu!?. Þessir sköllóttu gaurar eru svo undarlegir.“