Andy Goldstein, sparkspekingur TalkSport, er á því máli að Mauricio Pochettino gæti fengið sparkið hjá Chelsea stuttu eftir að hafa tekið við.
Chelsea hefur alls ekki verið sannfærandi í deildinni hingað til og hefur aðeins skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum.
Ef góð úrslit nást ekki gegn Fulham og Burnley í næstu tveimur deildarleikjum telur Goldstein að Pochettino gæti verið rekinn frá félaginu.
,,Ég horfi á þetta Chelsea lið og þetta lítur ekki út eins og Chelsea lið. Það er enginn hryggur þarna,“ sagði Goldstein.
,,Þeir geta ekki skorað mörk, þeir hafa skorað fimm í sex leikjum og þrjú af þeim voru gegn Luton. Síðan 2017 hafa þeir eytt 300 milljónum evra í framherja en enginn af þeim hefur staðið sig.“
,,Ég veit að meiðslin eru til staðar en öll félög glíma við meiðsli. Ef þeir vinna ekki Fulham og Burnley trúi ég því að Pochettino verði rekinn.“