fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ætlar að hræða líftóruna úr Arsenal á morgun – ,,Breytum ekki okkar leik, vinur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. september 2023 17:40

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou er vongóður um að sínir menn mæti brjálaðir til leiks á sunnudaginn gegn Arsenal í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni.

Postecoglou ætlar að hræða líftóruna úr Arsenal í þessum leik en Tottenham spilar afar skemmtilegan og hraðan sóknarbolta og hefur sýnt flotta takta á tímabilinu.

Ástralinn ætlar ekki að breyta leikstíl liðsins þó að um gríðarlega mikilvægan leik fyrir stuðningsmennina sé að ræða.

,,Varðandi hvernig við spilum, við erum ekki að fara að breyta okkar leik, vinur. Við ætlum að mæta til leiks og hræða líftóruna úr þeim,“ sagði Postecoglou.

,,Ég veit að þetta er grannaslagur og maður þarf að hugsa um það því viðureignin er mikilvæg fyrir stuðningsmennina.“

,,Ég var þjálfari Celtic og það var í raun aðeins einn leikur sem stuðningsmennirnir höfðu áhuga á,“ bætti Postecoglou við og á þar við stórslaginn gegn Rangers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Í gær

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze