Eigendur veitingastaðsins Banchero gætu ekki verið ánægðari eftir mynd sem Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, birti á dögunum.
Messi birti þar mynd af pítsunni sem hann fékk á staðnum og margir ákváðu að tjá sig opinberlega í kjölfarið. Messi þakkaði Banchero fyrir þjónustuna á samskiptamiðlum.
Margir vilja meina að um eina ógirnilegustu pítsu veraldar sé að ræða en Messi naut sín á staðnum og var ánægður með valið.
Argentínskir eigendur sjá um að reka staðinn en Messi er einmitt þaðan og vann HM með sínu landsliði í fyrra.
,,Uppáhalds pítsa Lionel Messi,“ stendur nú á Instagram síðu Banchero sem skrifuðu einnig færslu til að þakka stjörnunni fyrir myndbirtinguna og skrifuðu: ,,Takk besti, sá besti frá upphafi.“
Staðurinn er orðinn gríðarlega vinsæll í Miami eftir færslu Messi eins og má sjá hér fyrir neðan.