Folarin Balogun fékk að byrja sinn fyrsta leik fyrir Monaco í gær sem mætti Nice í frönsku úrvalsdeildinni.
Balogun var stór fengur fyrir Monaco í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Arsenal.
Framherjinn þekkir til Frakklands en hann skoraði 21 mark fyrir Reims í efstu deild á láni á síðustu leiktíð.
Balogun mun vilja gleyma fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Monaco sem tapaðist 1-0 á heimavelli.
Bandaríkjamaðurinn klikkaði á tveimur vítaspyrnum í þessum leik en hann fékk séns á að skora af punktinum bæði í fyrri og seinni hálfleik.
Vítaspyrnurnar voru alls ekki frábærar og sá Marcin Bulka við honum í bæði skiptin í markinu.