Fyrrum knattspyrnustjarnan Ognjen Koroman hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðist að fyrrum kærustu sinni.
Um er að ræða fyrrum serbnenskan landsliðsmann en hann stoppaði stutt á Englandi árið 2006 og lék alls sex leiki.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn sem vængmaður Dynamo Moskvu sem og Red Star en ferill hans endaði árið 2013.
Koroman er í dag 45 ára gamall en hann er ásakaður um að hafa kýlt fyrrum eiginkonu sína, Ana Micic.
Málið er komið í rannsókn hjá lögreglu en Koroman starfaði síðast við fótbolta 2022 er hann þjálfaði Tekstillac Derventa í Bosníu.
Koroman var handtekinn í gær en talið er að hann hafi verið undir áhrifum áfengis er árásin átti sér stað.
,,Ég trúi þessu ekki upp á hann,“ skrifar einn er hann heyrði fréttirnar og bætir annar notandi við: ,,Hvar hefur hann verið? Hvað er í gangi?“