Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur engan áhuga á því að nota enska varnarmanninn Trevoh Chalobah.
Fabrizio Romano greinir frá og segir að Chelsea muni leitast eftir því að selja Chalobah í janúarglugganum.
Um er að ræða 24 ára gamlan miðvörð sem er uppalinn hjá Chelsea og hefur spilað þónokkra leiki fyrir aðalliðið.
Pochettino tók við Chelsea í sumar en hann er ekki of hrifinn af Chalobah og vill losna við hann í byrjun næsta árs.
Ef Chalobah fer þá verður hann 15. leikmaðurinn til að kveðja Chelsea síðan í sumar.