Jadon Sancho hefur valdið miklum vonbrigðum frá því hann gekk í raðir Manchester United fyrir rúmum tveimur árum. Fyrrum stjóri hans, Ole Gunnar Solskjær, ræðir hann í nýju viðtali.
Englendingurinn ungi var keyptur til United frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021 en hefur ekki staðið undir væntingum. Solskjær var stjóri enska liðsins á þessum tíma en var síðar rekinn.
„Ég vildi fá hann. Manchester United mun aldrei kaupa leikmann sem stjórinn vill ekki. Það er ekki alltaf þannig,“ segir Solskjær.
Norðmaðurinn vonast til þess að Sancho munu springa út.
„Jadon var númer eitt á óskalistanum yfir hægri kantmenn og þegar maður sér hæfileikana sem hann er með skilur maður af hverju.
Því miður hefur þetta ekki gengið upp hjá honum. Þegar hann kom þurfti hann að fara á spítala og gat ekki spilað fyrstu leikina. Hann er með mikla hæfileika og við eigum eftir að sjá það besta frá honum. Vonandi gerum við það.“