Um fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni er að ræða en keppnin er ný af nálinni kvennamegin.
„Við erum mjög spenntar. Þetta er sterkt lið og þetta verður hörkuleikur. Eins og mörg lið eru þær þó með veika punkta og við munum reyna að bæta upp fyrir leikinn hér gegn Finnum og gera betur en þá,“ segir Karólína við 433.is.
Karólína
Fyrirkomulagið á Þjóðadeildinni er þó ekki fyrir alla eins og Karólína kemur inn á í viðtalinu.
„Ég skil þessa keppni ekki neitt. Ég þarf að fara að kynna mér þetta betur. En ég er týpan sem tekur bara einn leik í einu,“ segir hún.
Karólína segir alltaf jafn gaman að koma saman með íslenska landsliðinu og hitta aðra leikmenn.
„Við erum allar bestu vinkonur og það er alltaf frískandi að koma inn í hópinn. Það er góður andi.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.