Michail Antonio, leikmaður West Ham, er ansi kokhraustur fyrir leik liðsins gegn Liverpool um helgina.
Um er að ræða leik í ensku úrvalsdeildinni en West Ham heimsækir Anfield sem er ekki auðvelt verkefni fyrir neitt félag.
Antonio er þó á því máli að West Ham muni enda ofar í töflunni en Liverpool á þessari leiktíð sem eru ansi stór orð.
,,Veistu hvað, ég er sannfærður um að við munum enda ofar í deildinni en Liverpool á tímabilinu. Ég get sagt það,“ sagði Antonio.
,,Ég horfði á Liverpool gegn Wolves því það var fyrir okkar leik gegn þeim og Wolves hefði getað valtað yfir þá.“
,,Þeir fengu ófá tækifæri og við spilum við þá um helgina. Við erum með þá í vasanum.“