fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Bellingham sagður öskuillur vegna ummæla um sig og Greenwood – Búið að draga allt til baka

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Bordalas, stjóri Getafe á Spáni, hefur dregið til baka ummæli sín um að Jude Bellingham hafi hvatt Mason Greenwood til að fara í spænska boltann í sumar.

Greenwood gekk í raðir Getafe frá Manchester United á láni. Hann spilaði sinn fyrsta leik í um 20 mánuði í gær en hann hefur verið lengi frá í kjölfar þess að kærasta hans sakaði hann um gróft ofbeldi í sambandi þeirra.

Málið fór fyrir dóm en lykilvitni steig til hliðar og málið látið niður falla.

Getty Images

Samlandi hans, Bellingham, fór til Real Madrid í sumar og gaf Bordalas það í skyn á dögunum að miðjumaðurinn hafi hvatt Greenwood til að færa sig yfir til Spánar.

Bellingham og hans fulltrúar eru sagðir afar ósáttir við þetta ummæli hans og hefur Bordalas nú dregið þau til baka.

„Það er búið að útskýra fyrir mér að svona hafi þetta ekki verið. Ég biðst afsökunar. Ég vil bara taka fram að það var ekkert illt á bak við þetta,“ segir Bordalas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“