fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Matur

Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 14:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni dásemdar uppskrift að ofnbökuðum kjúklingi í ljúfri beikonsósu. Rétturinn er sérstaklega einfaldur í gerð og slær svo sannarlega í gegn hjá ungum sem öldum. Borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati, jafnvel hvítlauksbrauði.

Hráefni

  • 600 g Kjúklingalundir
  • 250 g Kirsuberjatómatar, helmingaðir
  • 150 g Beikon
  • 400 g Sýrður rjómi 18%
  • 150 g Rifinn mozzarella
  • 2 tsk Paprikukrydd
  • 0.5 tsk Reykt paprikukrydd
  • 1 tsk Cumin
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

Leiðbeiningar

  1. Skerið kjúklinginn í munnbita og setji í ofnfast mót.
  2. Setjið kirkjuberjatómatana yfir kjúklinginn. Saltið og piprið.
  3. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það er meðalstökkt. Bætið þá Sýrðum rjóma og kryddum saman við. Látið malla í nokkrar mínútur.
  4. Hellið beikonsósunni yfir kjúklinginn og látið því næst rifinn ost yfir allt.
  5. Bakið við 200°c heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn eilítið brúnaður.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna