Jese, fyrrum undrabarn Real Madrid, er ekki hættur að koma sér í vandræði þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur að aldri.
Jese er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real en var einnig á mála hjá liðum eins og Stoke og Paris Saint-Germain.
Hann hefur margoft komist í vandræði á sínum ferli og gerði fyrir aðeins viku síðan samning við Coritiba í Brasilíu.
Jese var kynntur til leiks og fékk númerið 11, sem gerði liðsfélaga hans, Alef Manga, ansi reiðan.
Manga var áður númer 11 hjá Coritiba en hann er ekki hjá félaginu eins og er eftir lánssamning við Pafos í Kýpur.
,,Þetta númer er nú þegar með nafn. ‘Ég,‘ skrifaði Manga við færslu félagsins er Isco var kynntur.
Það er ekki hægt að segja að Isco hafi gert eitthvað rangt en hann á nú þegar óvin hjá sínu nýja félagi aðeins dögum eftir að hafa skrifað undir.