fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Ofurfyrirsætur níunda áratugarins og Annie Lennox slógu botninn í Vogue World

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 15:00

Lennox í jakka hönnuðum af Richard Quinn Mynd: Vogue

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nostalgía níunda áratugarins sló botninn í viðburðinn Vogue World í London í gærkvöldi. Viðburðurinn var byrjunarviðburður tískuvikunnar í London sem fer fram næstu daga, 15. – 19. september.

Það besta í breskri menningu og tísku var tekið fyrir í 40 mínútna dagskrá og steig fjöldi listamanna, leikara, söngvara og dansara á svið og meðal áhorfenda. Helstu nöfn menningar- og tískubransans voru viðstödd viðburðinn. 

Annie Lennox söngkona hljómsveitarinnar Eurythmics sem átti miklum vinsældum að fagna á níunda áratugnum steig á svið ásamt kór meðan fyrirsætur gengu um salinn. 

Fjórar ofurfyrirsætur 80´s eða níunda áratugarins stigu síðan á svið, þær Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington og Linda Evangelista, við dynjandi lófaklapp. Undir hljómaði lag Eurythmics, Must Be Talking To an Angel. 

Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington og Linda Evangelista
Mynd: Vogue

Forsíða Vogue í janúar árið 1990 tekin af Peter Lindbergh af fimm vinsælustu og launahæstu fyrirsætum níunda áratugarins varð heimsfræg. Sú fimmta, Tatjana Patitz í miðju, lést úr brjóstakrabbameini í janúar á þessu ári. Fimmmenningarnir eru álitnar sem upprunalegu ofurfyrirsæturnar.

Fimmmenningar komu fram í tónlistarmyndbandi George Michael fyrir lagið Freedom árið 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala