Íþróttavikan, sem kemur út í mynd á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar á föstudagskvöldum, er einnig aðgengileg á helstu hlaðvarpsveitum. Þar koma þættirnir út á laugardagsmorgnum.
Í Íþróttavikunni fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Helgason til sín góða gesti að ræða allt það helsta úr íþróttaheiminum.
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur í nýjasta þættinum.