Hlutirnir í fótboltanum eru fljótir að breytast og það þekkir Sergio Reguilon bakvörður Manchester United í dag.
Reguilon var í holu hjá Tottenham og var honum ljóst að hann væri ekkert að fara að spila.
Þremur dögum áður en félagaskiptaglugginn lokaði hafði Tottenham samband við Burnley og bauð þeim að fá Reguilon á láni.
Vincent Kompany hafði engan áhuga á því samkvæmt enskum blöðum og afþakkaði boðið.
Þremur dögum síðar var Reguilon mættur til Manchester United á láni út þessa leiktíð. Spænski bakvörðurinn þarf að fylla skarð Luke Shaw sem er meiddur.