„Við ákváðum að æfa á grasi og breyta rútínunni okkar þannig. Þetta er stórleikur og okkur hefur hlakkað til,“ segir Hallgrímur Jónasson þjálfari KA fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag.
KA mætir þar núverandi bikarmeisturum Víkings sem getur unnið bikarinn í fjórða skiptið í röð.
„Við ætlum að koma á morgun, við æfum á Akureyri á morgun og fljúgum svo og gistum,“ segir Hallgrímur um undirbúning KA.
Spáð er afar leiðinlegu veðri á laugardag, rigningu og vindi. „Ekkert voðalega vel, það er vindur og rigning. Það er eins bæði fyrir lið.“
„Flestir líta á að Víkingur sé líklegri til að vinna, okkur er alveg sama um það og ef við eigum góðan leik eigum við góðan möguleika á að vinna.“