Malang Sarr varnarmaður Chelsea fékk að vita það í gær að hann spilar líklega ekki eina sekúndu á næstu mánuðum.
Chelsea skilaði inn 25 manna leikmannahópi sínum til ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Sarr var á láni hjá Monaco á síðustu leiktíð en hann er með 100 þúsund pund í laun á viku hjá Chelsea.
Það kemur kannski lítið á óvart að Sarr sé ekki í hópnum því fyrr á tímabilinu hafði Mauricio Pochettino hver hann væri.
Pochettino var spurður á blaðamannafundi um stöðuna á Sarr. „Hver er það?,“ sagði Pochettino.
Sarr er franskur leikmaður sem hefur spilað fyrir yngri landslið þjóðarinnar, Sarr er 24 ára gamall og var keyptur frá Nice fyrir þremur árum.