fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Harry Maguire opnar sig – „Ég er ekki einstaklingur sem er í vandræðum andlega“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. september 2023 09:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire er öruggur á því að hann muni spila mikið með Manchester United á næstu vikum. Hann segir hafa íhugað að fara í sumar.

Maguire hefur verið í fréttum undanfarið en í landsleik gegn Skotum í vikunni var mikið gert grín að honum. Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins sagði skammarlegt hvennig komið væri fram við Maguire.

Maguire varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum en stuðningsmenn Skotlands sungu mikið um hann.

„Ég er ekki einstaklingur sem er í vandræðum andlega, ég hef gengið í gegnum imkið síðustu ár. Ég hef verið hjá Manchester United í fjögur ár, það er mikil ábyrgð og það er margt slæmt en líka gott,“ segir Maguire.

„Ég er ekki vanur svona en ég get tekið þessu. Þetta tekur pressuna frá liðsfélögum mínum og setur hana á mig. Þeir spila betur.“

„Ferill minn með landsliðinu er mér mikilvægur en líka með félagsliði,“ segir Maguire sem íhugaði að fara í sumar frá United.

Ég hugsaði út í allt, ég hef ekki byrjað fyrstu fjóra leiki tímabilsins.“

„Ég vil spila leiki, ég hef ekki verið með í fyrstu fjórum og það var erfitt. Það er mikið af leikjum á næstunni og ég er öruggur á því að ég spila mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað