Harry Maguire er öruggur á því að hann muni spila mikið með Manchester United á næstu vikum. Hann segir hafa íhugað að fara í sumar.
Maguire hefur verið í fréttum undanfarið en í landsleik gegn Skotum í vikunni var mikið gert grín að honum. Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins sagði skammarlegt hvennig komið væri fram við Maguire.
Maguire varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum en stuðningsmenn Skotlands sungu mikið um hann.
„Ég er ekki einstaklingur sem er í vandræðum andlega, ég hef gengið í gegnum imkið síðustu ár. Ég hef verið hjá Manchester United í fjögur ár, það er mikil ábyrgð og það er margt slæmt en líka gott,“ segir Maguire.
„Ég er ekki vanur svona en ég get tekið þessu. Þetta tekur pressuna frá liðsfélögum mínum og setur hana á mig. Þeir spila betur.“
„Ferill minn með landsliðinu er mér mikilvægur en líka með félagsliði,“ segir Maguire sem íhugaði að fara í sumar frá United.
„Ég hugsaði út í allt, ég hef ekki byrjað fyrstu fjóra leiki tímabilsins.“
„Ég vil spila leiki, ég hef ekki verið með í fyrstu fjórum og það var erfitt. Það er mikið af leikjum á næstunni og ég er öruggur á því að ég spila mikið.“