fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn Már verður heiðurgestur á laugardaginn og þykir afskaplega vænt um

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. september 2023 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.

Kemur þetta fram á heimasíðu KA.

„Mér þykir afskaplega vænt um að vera heiðursgestur KA á þessum stóra degi og ætla að njóta dagsins eins og allt stuðningsfólk félagsins,“ segir Þorsteinn Már í samtali við heimasíðu KA.

Þú hefur væntanlega beðið nokkuð lengi eftir þessari stundu ?

„Já að sjálfsögðu, ef ég man rétt er þetta fyrsti bikarúrslitaleikur KA í knattspyrnu í 19 ár og þess vegna hvet ég alla stuðningsmenn til að mæta í Laugardalinn og hvetja strákana okkar áfram. Bikarúrslitaleikir eru alltaf skemmtilegir og staðreyndin er sú að öflugur stuðningur skiptir gríðarlega miklu máli og getur jafnvel skipt sköpum.“

„Ég kem eflaust til með að hringja nokkur símtöl um morguninn og fara yfir málin með góðum vinum og svo spáir maður og spekúlerar í leikskipulagi fram og til baka. Ég mæti örugglega snemma í Laugardalinn og tek þátt í gleðinni sem þar verður ríkjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern