fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Fyrrum þjálfari Manchester United opnar sig um tímann með Ronaldo – Telur að þetta sé ástæðan fyrir slæmum endalokum hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Phelan, fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United, telur að háar kröfur Cristiano Ronaldo hafi orðið til þess að skilnaður hans við félagið var eins og raun bar vitni.

Ronaldo gekk í raðir United í annað skiptið sumarið 2021 en fór undir lok síðasta árs eftir að vera kominn út í kuldann undir stjórn Erik ten Hag. Hann opnaði sig í viðtali við Piers Morgan þar sem hann gagnrýndi félagið harðlega.

Phelan var aðstoðarþjálfari Unted þegar Ronaldo sneri aftur til félagsins.

„Þegar hann kom aftur var hann mun eldri og hafði miklu sterkari skoðanir. Hann setti enn miklar kröfur og það var frábært að vinna með honum,“ segir Phelan.

„Mér líkaði við þetta því hann vildi ekki lækka sinn eiginn staðal. Hann vildi að aðrir myndu hækka sína staðla fyrir sig.“

Phelan segir að ekki allir hafi tekið vel í kröfur Ronaldo.

„Ég man að stundum var hann að ýta á menn en fékk ekki nein viðbrögð. Þá varð mikill pirringur. Þegar þú starfar með topp, topp einstaklingum snýst þetta um þá og hvert þeir vilja fara. Þeir vilja ná árangri.

Ronaldo vissi líklega að hann gæti ekki náð því hér og leitaði því annað,“ segir Phelan að lokum.

Ronaldo spilar í dag með Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Í gær

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Í gær

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“