fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Berg spurður út í dagana eftir tapið þunga í Lúxemborg – „Þetta var mjög erfitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 10. september 2023 16:24

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið erfitt fyrir leikmenn að kyngja tapinu gegn Lúxemborg á föstudag. Leikmenn séu hins vegar komnir með hugann við næsta verkefni og staðráðnir í að gera betur.

Íslenska liðið tapaði 3-1 gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á föstudag og er vonin um að komast á lokamótið í gegnum undankeppnina orðin ansi veik.

„Þetta var mjög erfitt, erfiður leikur og erfitt að taka þessu tapi,“ sagði Jóhann á blaðamannafundi í Laugardal fyrir næsta leik gegn Bosníu-Hersegóvínu á morgun.

Frammistaða Strákanna okkar í leiknum var alls ekki upp á marga fiska. Jóhann var spurður út í dagana eftir tapið.

„Við náðum ekki þeim markmiðum sem við settum fyrir leikinn og það er auðvitað svekkjandi. Menn hafa sólarhring til að hugsa um þetta og svo er það bara næsti leikur og við þurfum að gera betur þar. Það er alveg klárt.

Við erum þannig séð búnir að gleyma Lúxemborg og mistökunum sem við gerðum þar og getum breytt því á morgun og spilað betri leik því við vitum allir að þetta var ekki nógu gott.“

Jóhann var einnig spurður út í það hvað hann telji hafa valdið tapinu og frammistöðunni á föstudag.

„Það er erfitt að segja til um það, sérstaklega þegar við fáum mark á okkur mjög snemma. Það hjálpaði ekki liðinu, það er alveg klárt. Þá ákváðum við að fara enn ofar, pressa þá hærra. Við vorum ekki að fara að setja til baka 1-0 undir á móti Lúxemborg. Þá fengu þeir fleiri færi.

Einstaklingsmistök er eitthvað sem má ekki gera á þessu leveli, sérstaklega ekki svona aftarlega á vellinum. Við verðum að vera betri varnarlega á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann