Richarlison, leikmaður Brasilíu, hágrét eftir að hafa verið skipt útaf gegn Bólivíu í gær.
Um var að ræða leik í undankeppni HM en Brasilía var í engum vandræðum og vann að lokum öruggan 5-1 sigur.
Richarlison klikkaði á dauðafæri áður en hann fór af velli fyrir Matheus Cunha sem kom inná á 71. mínútu.
Staðan var 4-0 fyrir Brasilíu er Richarlison yfirgaf völlinn en hann var þrátt fyrir það mjög sorgmæddur eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Richarlison hefur upplifað erfiða tíma á sínum ferli í dágóðan tíma síðan hann gekk í raðir Tottenham frá Everton fyrir síðustu leiktíð.