Fyrrum knattspyrnukonan Jill Scott sýndi mögnuð tilþrif í gær fyrir leik Englands og Úkraínu í undankeppni EM.
Scott var þar ásamt annarri stórstjörnu en Andriyi Shevchenko, fyrrum leikmaður AC Milan og Chelsea, var einn af sparkspekingunum.
Shevchenko var á sínum tíma valinn besti leikmaður heims og átti stórkostlegan feril.
Sparkspekingarnir ákváðu að halda bolta á lofti sín á milli og var það svo sannarlega Scott sem stal senunni.
Scott er 36 ára gömul og sýndi frábær tilþrif sem hafa vakið mikla athygli á samskiptamiðlum.
Myndbandið má sjá hér.
Pre Match vor #UKRENG auf @Channel4: Nicht nur ist der Host mit Jules Breach eine Frau, neben Joe Cole und Andryi Shevchenko ist Jill Scott der 3. Stargast. And then look at her skills!
So, mal schauen, was @srf heute so bietet. pic.twitter.com/ChffaRvay0— Rainer Meier (@rainmeie) September 9, 2023