Eins og flestir vita þá er markmaðurinn Kasper Schmeichel búinn að skrifa undir hjá Anderlecht í Belgíu.
Schmeichel var um tíma talinn einn besti markmaður ensku úrvalsdeildarinnar er hann lék með Leicester.
Daninn gerði samning við Nice í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en stóðst ekki væntingar og var látinn fara.
Anderlecht ákvað að fá Schmeichel í sínar raðir á frjálsri sölu en hann gerir aðeins eins árs samning við félagið.
Athygli vekur að Schmeichel fær 26 sinnum lægri laun hjá Anderlecht en hann fékk hjá Leicester á sínum tíma.
Nieuws Blad í Belgíu segir að Schmeichel fái borgað fjögur þúsund pund á viku hjá Anderlecht en hjá Leicester fékk hann 107 þúsund pund á viku.