fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Öskjuhlíðin er um allt land

Eyjan
Laugardaginn 9. september 2023 14:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lætur nærri að íslenskt viðskiptalíf hafi óbeit á samkeppni. Og sennilega má ganga lengra í fullyrðingum í þessa veru – og segja sem svo að það sé inngróið í fyrirtækjamenningu hér á landi að svíkja kúnnann í skiptum fyrir skjótfenginn gróða og illa fengið fé.

Sagan sýnir það og sannar.

Öskjuhlíðin er um allt land.

Nýleg samantekt Samkeppniseftirlitsins á áralöngum samkeppnisbrotum stóru skipafélaganna er ekki einasta órækur vitnisburður um viðskiptasvik af þessu tagi, heldur enn ein staðfestingin á því að stjórnendur stórfyrirtækja á svo að segja öllum sviðum viðskiptalífsins telja hag sínum betur borgið með fákeppni og verðsamráði heldur en í heiðarlegri samkeppni.

Einsýnt er að þeir telja sig tapa á því að fylgja leikreglum í atvinnulífinu.

Og jafn augljóst er að þeir sjá gróðann í því að svindla.

Fyrir vikið tapa viðskiptavinir, ef vini skyldi kalla, og tapið er á endanum alls samfélagsins sem stendur straum af glæpsamlegri verðlagningu.

En hverrar ættar er þessi spillingarárátta? Hvernig varð þetta endurtekna og glæpsamlega háttalag að viðurkenndum viðskiptavenjum hér á landi?

Svarið er að finna í þeim herramannslegu heljartökum sem forstokkuð flokkspólitík hafði á samfélaginu lengst af síðustu aldar og allt fram á þá sem nú er að líða, og lengst af laut að helmingaskiptareglu íslenskra stjórnmála.

Og reglan at arna snerist um að verja með kjafti og klóm þau völd sem valdastéttin hafði sankað að sér. Það mátti ekkert hreyfa við Sambandinu og Ættarveldinu. Þeirra var almættið í álagningunni – og engum dirfðist að krukka í þann Kolkrabba.

„Valdaflokkar landsins hafa eignað sér landið allt og miðin.“

Og þegar raunverulegir sjálfstæðismenn sem þráðu framsókn í verslun og þjónustu af hvaða tagi sem var, reyndu að hrista þessa klafa af sér, lagðist allt valdabáknið á eitt svo enginn eyrir myndi tapast með innleiðingu frjálsra viðskipta á Íslandi. Þau mátti aldrei leiða í lög. Til þess væru forréttindi fínu heildsalanna of mikilvæg.

Samfélagið hefur vanist þessari lamandi hönd landshöfðingjanna. Valdaflokkar landsins hafa eignað sér landið allt og miðin. Og við það skal almúginn una.

Eða eru menn búnir að gleyma því hvernig landráðamönnunum var tekið? Pálma í Hagkaup. Jóhannesi í Bónus. Sveini og Jónasi á Dagblaðinu. Þessum sjálfstæðustu og framsæknustu athafnamönnum landsins í samanlagðri sjálfstæðissögu Íslands sem sviku bæði flokk og forgangsrétt.

Það er nefnilega svo að frjáls og heiðarleg samkeppni á Íslandi hefur ávallt farið á svig við þarfir valdamestu stjórnmálaflokkanna. Innan þeirra eru það viðurkenndir viðskiptahættir að skara eld að eigin köku.

Og eftir höfðinu dansa limirnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
09.04.2025

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
03.04.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
02.04.2025

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .