Al-Ettifaq í Sádí Arabíu reyndi að fá Jadon Sancho til félagsins í gær en hafði að lokum ekki efni á honum.
Al-Ettifaq bað um að fá Sancho á láni og Manchester United var svo sannarlega til í að losna við kappann.
United gerði hins vegar þá kröfu að Al-Ettifaq yrði að kaupa Sancho á 50 milljónir punda næsta sumar.
Al-Ettifaq er ekki eitt af ríkari liðum Sádí Arabíu og ákvað félagið að bakka út efti þá kröfu frá United.
Sancho er í veseni hjá Manchester United þar sem hann og Erik ten Hag, stjóri liðsins eru í stríði.
Óvíst er hvernig það mál endar en ensk blöð segja að Sancho og Ten Hag eigi eftir að funda um málið en það verði gert á næstu dögum.
Sancho kostaði United um 75 milljónir punda fyrir tveimur árum en hefur ekki fundið taktinn.