Það virðist æ ólíklegra að sádiarabíska félaginu Al Ittihad takist að landa Mohamed Salah áður en glugganum þar í landi verður skellt í lás í kvöld.
Salah hefur verið orðaður við Al Ittihad í Sádi-Arabíu undanfarið.
Liverpool hefur hingað til staðið fast á sínu. Félagið vill ekki selja Salah og hefur þegar hafnað 150 milljóna punda tilboði. Þá hefur umboðsmaður Salah haldið því fram að Salah vilji halda kyrru fyrir sem stendur.
Þó hafa verið orðrómar um að Al Ittihad undirbúi meira en 200 milljóna punda tilboð í Salah fyrir gluggalok.
Tíminn er þó líklega of naumur fyrir Sádana og verður líklegast farið í plab B. Að sögn Telegraph er það að reyna að krækja í Salah aftur í næstu félagaskiptagluggum.
Þessari sögu er því hvergi nærri lokið þó Liverpool haldi í stjörnuleikmann sinn sem stendur.