fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Höddi Magg sló í gegn á skákmóti – Lagði sterka meistara að velli

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 6. september 2023 22:00

Hörður Magnússon er liðtækur skákmaður og hér gerir hann heiðarlega tilraun til að skúra gólfið með sagnfræðingnum Gauta Pál Jónssyni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, knattspyrnukappi og einn dáðasti sjónvarpslýsandi landsins, er maður ekki einhamur. Hann sló í gegn á skákmóti í gær þar sem margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar leiddu saman hesta sína, eða öllu heldur riddara.

Um var að ræða fimmta og síðasta mótið í svokallaðri Bankinn Bistro-hraðskáksmótaröð sem athafnamaðurinn og Óli Valur Steindórsson og hlaðvarpskóngarnir Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, umsjónarmenn Chess after dark, eiga heiðurinn af.

Í mótunum fimm hafa helstu skákkempur landsins barist um að vinna sér þátttökurétt í lokamótinu, sem fer fram 21. október næstkomandi, þar sem tólf bestu keppendurnir koma til með að berjast um sigurinn í mótaröðinni.

Mótið er hins vegar opið öllum keppendum og Höddi Magg var einn þeirra sem lét slag standa. Kappinn sýndi svo sannarlega hvað í sér býr og landaði fimm vinningum af 11 mögulegum í hinu ógnarsterka móti og lágu meðal annars margfaldur Íslandsmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova og unglingalandsliðsmaðurinn Alexander Oliver Mai í valnum.

Fór það svo að Hörður vann til gullverðlauna skákmanna undir 1600 stigum í mótinu og mokaði svo inn skákstigum að hann þarf að kveðja þann flokk í bili.

Sagði kappinn í færslu á Facebook-síðu sinni að hann væri eiginlega sjálfur undrandi yfir árangri sínum. Vonir standa til að Höddi láti ekki þar við sitja við skákborðið enda úrvals íþrótt fyrir gamlar knattspyrnukempur sem þurfa ekki að láta gömul meiðsli aftra sér í baráttunni.

Sigurvegari mótsins var nýjasti stórmeistari Íslendinga, Vignir Vatnar Stefánsson en hann lagði kollega sinn, stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í bráðabanaskák um sigurinn. Eru þeir félagar líklegir til afreka í lokamótinu eftir rúman mánuð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift