Þann 6 september árið 2013 átti sér stað einn magnaðasti knattspyrnuleikur í sögu íslenska landsliðsins þegar liðið heimsótti Sviss.
Ísland og Sviss mættust síðast í undankeppni HM en leikurinn fór fram Í Bern árið 2013.
Þar skoraði Jóhann Berg Guðmundsson fræga þrennu í ótrúlegu 4-4 jafntefli.
Um er að ræða eina fallegustu þrennu sem knattspyrnumaður hefur skorað en Jóhann Berg er nú mættur í verkefni með landsliðinu.
Þrennuna eftirminnilegu má sjá hér að neðan.