Valur vann góðan sigur á Fomget Gençlik frá Tyrklandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.
Undankeppnin virkar þannig að spilað er fjögurra liða mót (e. Mini tournament) þar sem hvert lið spilar tvo leiki. Vinna þarf báða leikina til að komast áfram í næstu umferð keppninnar
Valskonur eru því komnar í hreinan úrslitaleik um að komast á næsta stig. Þar verður andstæðingurinn annað hvort Vllaznia frá Albaníu eða Hajvalia frá Kósóvó.
Þórdís Elva Agústssdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu mörk Vals í góðum 2-1 sigri í dag.