Donny van de Beek gæti loks verið á förum frá Manchester United eftir þrjú ansi erfið ár.
Miðjumaðurinn var keyptur til United frá Ajax á 35 milljónir punda sumarið 2020. Miklar vonir voru bundnar við hann en hann hefur engan veginn staðið undir þeim. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn.
Erik ten Hag valdi Van de Beek nú ekki í Meistaradeildarhóp United og virðist það vera síðasti naglinn í kistu hans.
Tyrkneskir miðlar segja að stórliðin þar í landi, Galatasaray og Fenerbahce, hafi áhuga á kappanum.
Það þykir líklegra að hann fari til síðarnefnda félagsins.
Þá kemur einnig fram að Van de Beek geti ekki beðið eftir að komast frá United.