Harriet Robson, kærasta og barnsmóðir Mason Greenwood, hefur birt færslu á samfélagsmiðla í kjölfar skipta leikmannsins til Getafe á Spáni.
Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá Manchester United en félagið tilkynnti nýlega að hann myndi ekki leika aftur fyrir félagið.
Sóknarmaðurinn ungi hafði ekki spilað fyrir United í um eitt og hálft ár, allt frá því Robson sakaði hann um gróft ofbeldi í sambandi þeirra.
Í vetur var mál gegn Greenwood hins vegar látið niður falla eftir að lykilvitni steig til hliðar.
Robson birti mynd á samfélagsmiðla með mynd af lítilli Getafe treyju þar sem stendur „Pabbi“ aftan á.
Parið eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári og má því búast við að sjá dóttur þeirra í treyjunni á leikjum Getafe í vetur.