Sofyan Amrabat er mættur til Manchester og United hefur tilkynnt að kauði mun klæðast treyju númer 4.
Treyja númer 4 losnaði í sumar þegar Phil Jones kvaddi félagið eftir tólf ár á Old Trafford.
Raphael Varane vildi fá treyjuna fyrir rúmum tveimur árum en Jones neitaði að gefa hana eftir.
Amrabat fær hins vegar treyjuna núna en hann kom á láni frá Fiorentina á lokadegi félagaskiptagluggans.
United hefur svo forkaupsrétt á miðjumanninum frá Marokkó næsta sumar sem félagið gæti nýtt sér.