Aaron Wan-Bissaka er í viðræðum við Manchester United um nýjan og betri samning. Telegraph segir frá.
Erik ten Hag ætlaði sér ekki treysta á Wan-Bissaka af neinu ráði eins og sást framan af síðustu leiktíð.
Enski bakvörðurinn fékk varla tækifæri fyrr en um mitt síðasta tímabil.
Þegar hann fékk tækifærið spilaði Wan-Bissaka vel og hefur síðan þá átt fast sæti í byrjunarliði Ten Hag.
Félagið ræðir nú við bakvörðinn um að framlengja dvölina á Old Trafford.