Lögregla í Bretlandi hefur handtekið 42 ára gamlan mann vegna meintrar líkamsárásar á knattspyrnugoðsögnina Roy Keane í gær.
Meira
Tveir heimsfrægir menn í átökum við stuðningsmann – Sagt að um sjálfsvörn hafi verið að ræða
Það varð uppi fótur og fit á Emirates-leikvanginum í London í gær yfir leik Arsenal og Manchester United en stuðningsmaður er sagður hafa ráðist að United goðsögninni Keane, sem starfaði við leikinn á Sky Sports.
Keane var, ásamt samstarfsmanni sínum á Sky Sports Micah Richards, á leið niður á völl nálægt leikslokum þegar stuðningsmaður á að hafa gert sig líklegan til að skalla hann.
Richards greip hins vegar til sinna ráða, greip í manninn og lét hann hressilega heyra það.
Lögreglan hefur skoðað málið í dag og enskir miðlar greina frá því að búið sé að handtaka 42 ára gamlan mann í tengslum við atvikið.