fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

KSÍ úrskurðar Hólmar Örn í bann og saka hann um „alvarlega grófan og hættulegan leik“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur úrskurðað Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmann Vals í eins leiks bann fyrir atvik sem átti sér stað í leik Vals og Víkings fyrir rúmri viku síðan.

Á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 30. ágúst sl., var tekið fyrir erindi sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar með vísan til greinar 19.2. í lögum KSÍ og 5. greinar reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Erindið varðaði atvik er átti sér stað í
leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla þann 20. ágúst 2023. Erindið barst nefndinni þann 28. ágúst sl. og var þá ákveðið að gefa hlutaðeigandi aðilum kost á að skila skriflegri greinargerð um málið fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 30. ágúst.

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar 30. ágúst lá fyrir skrifleg greinargerð frá knattspyrnudeild Vals dags. þann sama dag. Í greinargerð Vals segir m.a.; „[…]að leikmaður Vals Hólmar Örn Eyjólfsson er ekki að slá til leikmanns Víkings.
Leikmaður Vals Hómar Örn ýtir Erlingi Agnarssyni leikmanni Víkings frá sér eftir að sá síðarnefndi rífur í treyju hans og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik. Einnig má sjá á myndbroti (myndbrot 2) að Hólmar hugar strax að Erlingi og tekur utan um hann og kannar hvort hann sé í lagi í kjölfarið stendur Erlingur strax upp án nokkra meiðsla. Hólmar, Erling og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“

Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot. Í
tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður Vals, Hólmar Örn, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla þann 20. ágúst sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift