fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Jóhann Berg lýsir venjulegum degi hjá Burnley – „Fundirnir hjá Kompany eru ekki stuttir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert grín að vera atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður og leikmaður Burnley, lýsti venjulegum degi hjá enska liðinu í hlaðvarpinu Dr. Football.

Jóhann hefur verið á mála hjá Burnley síðan 2016. Fyrst spilaði hann undir stjórn Sean Dyche en nú er hann á sínu öðru tímabili undir stjórn Vincent Kompany. Burnley er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég mæti um 9:30 upp á æfingasvæði. Klukkan 10:30 er fundur. Þá er maður búinn að fá sér morgunmat, fara í ræktina og láta nudda sig eitthvað. Fundirnir hjá Kompany eru ekki stuttir. Þetta geta verið 40-50 mínútna myndbandsfundir,“ segir Jóhann og bendir á að mikill munur sé á aðferðum Kompany og Dyche.

„Eftir það förum við í ræktina aftur og þá þarf maður að gera sig kláran fyrir æfingu. Hún byrjar um tólf og er svona einn og hálfur klukkutími. Svo fer maður inn eftir það, fær sér að borða, kíkir í ísböð og heitan pott fyrir endurheimtina.

Þegar Dyche var kom ég heim svona um tvö leytið en nú kem ég um fjögur leytið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi