fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Sport

Milljónir fylgjast með ungum syni Jóhanns Berg og Hólmfríðar – Fær mikið lof fyrir taktana sína

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESPN í Bretlandi deildi í gær myndbandi af ungum Íslendingi þar sem hann er heima hjá sér að æfa sig í fótbolta, taktarnir í kappanum vekja mikla athygli.

Drengurinn ungi er sonur landsliðsmannsins, Jóhanns Berg Guðmundssonar og lögfræðingsins, Hólmfríðar Björnsdóttur.

Jóhann Berg deildi myndbandi af tveggja ára syni sínum fyrir nokkru síðan en ESPN sem er með fleiri milljónir fylgjenda á Instagram birti svo myndbandið í gær á tveimur reikningum sínum.

Taktarnir hjá tveggja ára stráknum vekja athygli og fylgjendur ESPN á Instagram eru ansi hrifnir.

„Kevin De Bruyne verkefni í vinnslu, horfið á þennan dreng leggja upp 20 mörk í náinni framtíð,“ skrifar einn.

Annar þeirra biður foreldrana að passa að Todd Boehly eigandi Chelsea fari nú ekki í það að kaupa hann alveg strax.

Drengurinn ungi er klæddur í Burnley treyju á myndbandinu en Jóhann Berg er að hefja sitt sjöunda tímabil í herbúðum Burnley og lagði upp mark gegn Aston Villa, í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Snilli drengsins má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR