Það stefnir í að Wilfried Ndidi verði leikmaður Nottingham Forest áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í lok vikunnar.
Ndidi er á mála hjá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann hefur viljað komast aftur í úrvalsdeildina.
Miðjumaðurinn hefur spilað alla leiki Leicester í ensku B-deildinni til þessa en liðið er með fullt hús eftir fjóra leik og ætlar sér beint aftur í úrvalsdeildina.
Ndidi vill þó komast þangað strax og vinnur að því að koma sér til Forest.
Ljóst er að það verður högg fyrir Leicester að missa Ndidi en menn á borð við James Maddison, Harvey Barnes og Youri Tielemans hafa einnig farið í sumar.