fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

England: Magnaður Nunez kom tíu mönnum Liverpool til bjargar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle 1 – 2 Liverpool
1-0 Anthony Gordon(’25)
1-1 Darwin Nunez(’81)
1-2 Darwin Nunez(’93)

Það fór fram svakalegur leikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool heimsótti Newcastle á St. James’ Park.

Um var að ræða leik í þriðju umferð deildarinnar og þá síðasta leik dagsins og helgarinnar.

Newcastle byrjaði af miklum krafti og komst yfir með marki á 25. mínútu er Anthony Gordon skoraði laglegt mark.

Ekki löngu síðar fékk Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, að líta beint rautt spjald og útlitið afskaplega gott fyrir heimamenn.

Það breyttist allt saman á 77. mínútu er Darwin Nunez fékk tækifærið í sóknarlínu Liverpool en hann kom inná fyrir Cody Gakpo.

Nunez þakkaði traustið og skoraði tvö góð mörk fyrir Liverpool á 81. mínútu og það seinna á 93. mínútu til að tryggja sigur.

Tíu menn Liverpool því með gríðarlega góðan sigur á sterku liði Newcastle og úrslit sem koma í raun verulega á óvart eftir mjög erfiða byrjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum