fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

England: Magnaður Nunez kom tíu mönnum Liverpool til bjargar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle 1 – 2 Liverpool
1-0 Anthony Gordon(’25)
1-1 Darwin Nunez(’81)
1-2 Darwin Nunez(’93)

Það fór fram svakalegur leikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool heimsótti Newcastle á St. James’ Park.

Um var að ræða leik í þriðju umferð deildarinnar og þá síðasta leik dagsins og helgarinnar.

Newcastle byrjaði af miklum krafti og komst yfir með marki á 25. mínútu er Anthony Gordon skoraði laglegt mark.

Ekki löngu síðar fékk Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, að líta beint rautt spjald og útlitið afskaplega gott fyrir heimamenn.

Það breyttist allt saman á 77. mínútu er Darwin Nunez fékk tækifærið í sóknarlínu Liverpool en hann kom inná fyrir Cody Gakpo.

Nunez þakkaði traustið og skoraði tvö góð mörk fyrir Liverpool á 81. mínútu og það seinna á 93. mínútu til að tryggja sigur.

Tíu menn Liverpool því með gríðarlega góðan sigur á sterku liði Newcastle og úrslit sem koma í raun verulega á óvart eftir mjög erfiða byrjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar