Paul Pogba er loksins heill heilsu og getur spilað með Juventus í dag er liðið spilar við Bologna.
Pogba hefur ekki upplifað frábæra tíma eftir að hafa komið til Juventus í fyrra á frjálsri sölu frá Manchester United.
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Pogba en í dag er hann til taks að sögn Massimiliano Allegri, stjóra Juventus.
,,Pogba er betri í dag. Hann átti góða viku og leit vel út á erfiðri æfingu á miðvikudaginn,“ sagði Allegri.
,,Hann er notanlegur gegn Bologna og er til taks.“
Pogba var á sínum tíma talinn einn besti miðjumaður heims en hefur aðeins spilað tíu leiki fyrir Juventus síðan hann kom aftur til félagsins í fyrra.