fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Forsetinn umdeildi hélt þrumuræðu og fékk dynjandi lófaklapp – „Ég segi ekki af mér, þetta er falskur femínismi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Rubiales , forseti spænska knattspyrnusambandsins ætlar ekki að segja af sér eins og spænskir miðlar héldu fram í gærkvöldi. Hann hélt þrumuræðu eftir fund spænska sambandsins í dag.

„Ég segi ekki af mér,“ öskraði Rubiales fjórum sinnum í ræðu sinni og má þar meðal annars sjá þjálfara kvennaliðsins klappa honum lof í lófa.

Spánn varð heimsmeistari kvenna á sunnudag en atvik eftir það eru til umræðu á Spáni og út um allan heim.

„Þetta er mannorðsmorð sem verið er að reyna að framja. Við sem Spánverjar verðum að standa upp. Þetta er falskur femínismi sem á ekki skilið neitt réttlæti, honum er sama um sannleikann eða fólkið,“ sagði forsetinn.

Að leik loknum mætti Luis Rubiales, forseti sambandsins inn á völlinn og kyssti þar Jennifer Hermoso, eina af stjörnum spænska liðsins beintá munninn.

Hann kyssti fleiri leikmenn eftir það en ekki á munninn eins og í tilfelli Jennifer Hermoso.

Rubiales reyndi að grínast með málið til að byrja með en ákvað svo að biðjast afsökunar, hann vildi fá Hermoso með sér í að tala málið niður en hún neitaði því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði